Sundblöðkur

Sundblöðkur

Til þess að ná tökum á Skriðsundi eru blöðkur æskilegar, þær hjálpa þér að ná tökum á réttri tækni með höndum.  Lærir að sveifla fótum rétt og þannig gera rétt fótatök, styrkir fætur og teygjir á ristum. Það verður auðveldara að synda og auka vegalengd.

Að læra sund

Læra að synda

Mikilvægast við það að læra sund er læra réttu sundtæknina, þjálfa upp hjarta, vöðva og blóðrásakerfi og geta þennig nýtt sundíþróttina sem góða hreyfingu. Við leggjum áherslu á það æfingar séu miðaðar við sundgetu hvers og eins.

Á námskeiðum bjóðum við upp á hjálpartæki eins og blöðkur, kork og millifótakút, með það að markmiði að hjálpa þér að ná tökum á sundinu.

Sundverslun

Allt til sundiðkunar fæst í Aquasport

www.aqusport.is

Bæjarlind 1-3, 201 Kópavogur

Að synda í opnu vatni

Sjósund

Hvar sem þú ert í heiminum gætirðu verið í þeim aðstæðum að sundlaugin þín er lokuð en þú hefur aðgang að vatni eða sjó. Ef þú ert nýbyrjaður að synda á opnu vatni muntu finna að það er allt annað umhverfi með mismunandi áskorunum en að synda í sundlauginni.

Til þess að lengja tímabilið í sjósundi geta blautbúningar verið góður kostur sem heldur hita á okkur sjóunum þannig að við getum lengt æfinguna þrátt fyrir kulda. Nýjustu gallarnir eru útbúnir floti sem hjálpar sundfólki að fljóta á vatninu.

Námskeiðin.

Skriðsundsnámskeið eru haldin einu sinni í mánuði  í byrjun hvers mánaðar. Það sem gott er að hafa í huga er að

  • Betra er að mæta oftar og synda minna en mikið og sjaldan við mælum með því að æfa 2-3 sinnum í viku, æfa í a.m.k. 20 mín.
  • Lærum að anda, útöndun er einn mikilvægasti hluti skriðsunds við kennum þetta betur á námskeiðinu.
  • Að læra taktinn í sundtökunum, við þurfum að læra rétt flæði.
  • Rétt staða höfuðs þegar við öndum.
  • Fótatök framkvæmd rétt.
  • Hvernig veltum við líkamanum?
  • Hvar byrjar handartakið og endar takið?
  • Hvernig beitum við hendinni ofan í vatninu?
  • Hvernig er höfuðstaða þegar við öndum?
  • Svo er það að byrja að æfa hvernig æfum við, hvað syndum við langt

Skráning á Skriðsundsnámskeið