Á sundnámskeiði með Sundspretti munt þú læra að synda með skilvirkari og árangursríkari hætti sem mun gera sundið að ánægjulegri alhliða hreyfingu. Hvort sem markmiðið er að nýta sund sem líkamrækt, í keppni eða þér til ánægju er kennslan við hæfi. Sund er tækniíþrótt og er mikilvægt að læra nýja tækni rétt frá upphafi.

Hjá Sundspretti eru:

 Menntaðir kennarar
 Vikulegar framfarir
 Tækni framfarir
 Öndunartækni
 Sýnikennsla á bakka
 Aðstoð í lauginni ef þarf
 Einstök persónuleg kennsla

Sundsprettur kennsla og aðferðafræði

Prógrammið okkar er betur sérsniðið að kennslu hvers frábrugðið öðrum sundnámskeiðum. Vel menntaðir og þjálfaðir kennarar sem hafa meira en áratug á bakvið sig í sundkennslu hér á landi. Sundsprettur hefur komið að kennslu meira en 3.000 barna síðan við byrjuðum kennslu.

Það er margt sem börn þurfa að takast á við í nútíma lífi en að læra að synda er lífsnauðsynlegt. Því fyrr sem börn byrja að fara í sund aðlagast þau betra, því fyrr ná þau tök á sundtökunum og læra að bjarga sér í vatni. Sund er íþrótt sem bæði fyrir unga sem aldna og aldrei er of seint að læra að synda, sund er langtíma markmið sem byrjar með fyrstu sundferð með foreldrum, fyrsta sundferð með foreldrum er einmitt fyrsta sundreynsla barna sem við hjá Sundspretti tökum við þegar barnið nær 4 ára aldri, því betur sem barnið er aðlagað því lengra getur það verið komið í okkar sundprógrammi.

Síðan 2000 hefur Arnar Felix Einarsson þjálfað og synt kennslu barna allt frá afreksþjálfun til ungbarnasunds. Menntaður Íþróttafræðingur frá Laugarvatni og hefur síðan þá séð um Sundskólann Sundsprett.

Læra að synda

Að læra að synda er ekki auðvelt fyrir öll börn, en læra að synda ófullkomlega getur verið mjög auðvelt. Við notum okkar eigin prógramm við hvern aldur og getustig. Við kennum börnum góða sundtækni sem verða að sterkum sundkrökkum. Hægt er að skoða hvernig sundhóparnir okkar eru settir upp hjá okkur hér. Okkar prógram er sett upp í 6 mismunandi hópa sem á endanum gerir börnum kleift að verða örugg í vatni, læra að líða vel og geta synt að lokum með góðum sundtökum.

Okkar kennarar eru eingöngu sterkir einstaklingar sem hafa lokið þjálfun í sundkennslu orðnir 18 ára og hafa yfir að ráða skirteini í fyrstu hjálp og björgun í vatni.

Við getum lofað því að ef að börn klára okkar prógram Krossfiska til Hákarla læra þau að synda og verða tilbúinn að takast á við skólann og standa jafnöldrum sínum framar þegar kemur að sundi. Eins verða þau tilbúinn að mæta á sundæfingar hjá Sundfélagi.

Við kennum alla okkar tíma í heitum sundlaugum frá 32 º sem eykur vellíðan þegar börn eru að kynnast sundi og læra að synda.

Litlir Hópar

Hóparnir með okkar minnstu börnum á 4 ári eru með einn kennara á hverja 7 nemendur. Við bjóðum líka einkatíma fyrir börn sem vilja læra ein með kennara og fyrir börn sem dregist hafa úr kennslu.

 

FAQ

Hvernig ætti barn að vera áður en það mætir í sinn fyrsta sundtíma?

Það er enginn sérstakur aldur sem hægt er að miða við því börn eru öll ólík, við mælum hins vegar með að þau hafi náð 4 ára aldri. Við mælum með að foreldrar séu dugleg að fara með börnin í sund frá því þau fæðast. Því meira sem barnið stundar sund frá fæðingu eru minni líkur á vatnshræðslu og barnið að öllu leyti tilbúnara að mæta í fyrsta sundtíma.

Hvað eru börn lengi að læra að synda?

Börn eru mismunandi lengi að læra að synda allt en sundkennsla ætti ekki að hefjast fyrr en að vatnsaðlögun lýkur. Vatnsaðlögun byrjar í fyrstu sundferðinni og lýkur þegar barnið hefur aðlagast vatninu og öllu umhverfi sundlaugarinnar. Sundsprettur ætlast til þess að öll þau börn sem að hafa ekki fullu aðlagast mæti á stig 1 og taki þar aðlögun í vatni. Sundkennsla byrjar á 2 stigi þar sem kennd eru rétt líkamsstaða og fyrstu sundtökin. Það er langtímamarkmið að læra að synda og mikivægt að það gerist í réttum skrefum. Því barn lærir ekki rétta tækni ef það missir út fyrstu skrefin, þá er hætta á þvi að byrji að læra synda á vitlausum stað sem er ekki gott. Flest börn ættu að geta verið búinn að læra að synda eftir 2ja ára kennslu. Til að viðhalda getu og ná markvissum framförum er mikilvægt að barnið haldi áfram sundi en hætti ekki einhverjum tímapunkti, mundið að sund er gríðarleg tækniíþrótt sem hægt er að bæta endalaust.

 

The water is your friend…..you don’t have to fight with water, just share the same spirit as the water, and it will help you move„.
Alexander Popov