Skriðsundsnámskeið 4. nóvember í Sundlaug Kópavogs

Næsta skriðsundsnámskeið hefst 4. nóvember í Sundlaug Kópavogs. Námskeiðið er á mánudögum og miðvikudögum klukkan 19:15, stendur í 4 vikur í skráning á námskeiðið fer fram hérna á síðunni https://sundsprettur.is/contact-us/
Til að fá nánari upplýsingar er hægt að hafa samband við undirritaðann í síma 8670759 – Arnar Felix

Hvenar eiga börn að byrja að læra að synda?

Þetta er spurning sem margir foreldrar spyrja sig, hvenar er best að barnið mitt byrji að læra að synda. Það er ekki alltaf auðvelt að svara þessari spurningu, því börn eru jafn misjöfn og þau eru mörg. Í kringum 4 ára aldur eru flest börn kominn með þroska til þess að meðtaka kennslu með öðrum börnum og er gjarnan miðað við þann aldur.

Hins vegar er mörg börn sem að er orðinn mótækilegri fyrr eða allt niður í 3 ára aldur, en þegar byrjað er að kenna svo ungum börnum er skilyrði að þau séu vatnsaðlöguð og hafi stundað sund að staðaldri með mömmu og pabba.

Á unga aldri er mikilvægt að kennslustundin sé miðuð við aldur og þroska hvers einstaklings því að ef barnið lendir á röngum stað þar sem æfingarnar eru of flóknar eða önnur börn kominn lengra en samnemendur getur það orðið að neikvæðri upplifun fyrir barnið sem getur tekið lengri tíma að leiðrétta. Ég segji foreldrum að koma með börn sín um leið og þau eru tilbúinn þ.e.a.s. tilbúinn að hlýða fyrirmælum og halda einbeitingu í um það bil 10 sek. meðan ég fæ að tala, stutt og einföld skilaboð eru mjög mikilvæg fyrir börn á þessum aldri.

Munið að sund er námsferli allt frá því að farið er í fyrstu sundferðina, sem barið, en auðvelt er þó að tapa færni með því að viðhalda ekki fyrri þjálfun. Börn eru móttæklegust á sínum yngstu aldursárum og því fyrr sem þau fá tækifæri á sundkennslu því betra, sund er mönnum ekki eðlislægt og því er það langtímamarkmið að læra að synda. Sundsprettur hefur sett upp sundstig 1-4 þar sem markmiðið er að börnin verði synd í lok þess náms en mikilvægt er að hafa í huga að börnin geta verið móttækileg á mismunandi tíma og því ætti aldrei að pressa of mikið á ung börn hins vegar fá þau tækifæri á hverju stigi að taka framförum sem skilar sér að lokum. Eitt sundnámskeið er aldrei nóg til að læra að synda þetta er langsund að læra að synda 🙂

Sundnámskeið fyrir krakka 4-6 ára

Á morgun byrjar nýtt 6 vikna sundnámskeið fyrir 4-6 ára krakka í Sundlaug Kópavogs, en þriðjudaginn 15 byrjar námskeiðið í Salalaug. Námskeiðið er á mánudögum og miðvikudögum í Sundlaug Kópavogs en þriðjudögum og fimmtudögum í Salalaug. Ef það eru einhverjar frekari spurningar getið þið sent okkur póst á sundsprettur@gmail.com
Munið að skrá ykkur á námskeiðið undir Krakkasundnámskeið þar sem að er tengill á skráningarformið hjá Breiðablik.
Sundkennarar eru Arnar Felix Einarsson og Helena Traustadóttir íþróttafræðingar.
Foreldrar athugið að fara vel yfir forkröfur og skrá börnin ykkar á námskeið sem hentar stig 1-4.
1. Byrjendur í sundi – læra að fara í kaf
2. Líkamsstaða og skriðsundsfótatök
3. Skriðsund
4. Framhald skriðsund og byrja læra bringusund