Sundnámskeið fyrir krakka 4-6 ára

Á morgun byrjar nýtt 6 vikna sundnámskeið fyrir 4-6 ára krakka í Sundlaug Kópavogs, en þriðjudaginn 15 byrjar námskeiðið í Salalaug. Námskeiðið er á mánudögum og miðvikudögum í Sundlaug Kópavogs en þriðjudögum og fimmtudögum í Salalaug. Ef það eru einhverjar frekari spurningar getið þið sent okkur póst á sundsprettur@gmail.com
Munið að skrá ykkur á námskeiðið undir Krakkasundnámskeið þar sem að er tengill á skráningarformið hjá Breiðablik.
Sundkennarar eru Arnar Felix Einarsson og Helena Traustadóttir íþróttafræðingar.
Foreldrar athugið að fara vel yfir forkröfur og skrá börnin ykkar á námskeið sem hentar stig 1-4.
1. Byrjendur í sundi – læra að fara í kaf
2. Líkamsstaða og skriðsundsfótatök
3. Skriðsund
4. Framhald skriðsund og byrja læra bringusund