Áhrif sunds á unglinga

Hér má lesa grein sem fjallar um góð áhrif sunds á börn og unglinga lesið þetta! http://www.healthline.com/galecontent/swimming?utm_medium=ask&utm_source=smart&utm_campaign=article&utm_term=swimming&ask_return=Swimming

Öndun í sundi

Í sambandi við öndun er fólk oft uppskroppa með loft og þarf að breyta sundinu til þess að ná höfðinu með einhverju mótu upp úr vatninu þetta leiðir til þess að sundið verður vitlaust. Það sem er mikilvægt að allir þeir sem ætla sér að synda geri sér grein fyrir er að sundmenn verða að blása frá sér öllu lofti í vatnið áður en þeir geta komið upp aftur að anda. Ef sundmaður hefur ekki náð að anda frá sér að fullu þegar snúið er upp í vatnið er ekki nóg pláss í lungum fyrir að draga djúpt andann, þá verður eftir loft í lungum og við náum ekki að anda djúpt að nýju og fylla á tankinn. Þetta leiðir til þess að eftir stuttan sundsprett eru sundmenn að keyra sama loftið endurtekið niður og missa andann að lokum. Gott er að æfa fulla útöndun í vatnið í gegnum munninn án þess að synda áður en byrjað er nokkuð að æfa sig að synda.