Skriðsundsnámskeið fyrir fullorðna á nýju ári

Skriðsundsnámskeið byrja á nýju ári 6 og 7 janúar, skráning er nú þegar hafin. Námskeið eru klukkan 19:15 og er hvert námskeið 4 vikur – samtals 8 skipti. Hægt er að fá nánari upplýsingar um námskeiðið hér eða skrá sig á á námskeiðið: https://sundsprettur.is/contact-us/  Hægt er að hafa samband við Arnar Felix í síma: 8670759

Nokkrir punktar sem við lærum á námskeiðinu:
– Betra að mæta oftar og synda minna en mikið og sjaldan.
– Lærum að anda áður en við aukum hraðann
– Við brjótum sundið niður til þess að leggja áherslu á tækniatriði sem þarf ná fram í sundinu
– Gott er að æfa fótatökin, syndir aldrei of mikið af fótatökum það tekur hins vegar tíma að verða góður að synda á fótum
– Hjá flestum kemur 90% kraftinum í skriðsundi frá höndum
– Muna að ná að anda frá sér í kafi áður en komið er upp að anda,

Kennari er Arnar Felix