Sundnámskeið fyrir börn hefst 1. september

Eftir sumarfrí erum við nú að byrja aftur með sundnámskeið bæði Sundlaug Kópavogs og Salalaug tímarnir eru á mánudögum og miðvikudögum í Sundlaug Kópavogs en Salalaug á Þriðjudögum og Fimmtudögum. Námskeiðin eru með svipuðu sniði og undanfarinn ár en við höfum skipt börnunum niður í fleiri hópa eftir getur og getum við því farið að taka inn yngri börn á námskeiðin hjá okkur. Börn á 4 ári geta byrjað á námskeiði hjá okkur með því skilyrði að þau hafi verið dugleg að fara í sund frá unga aldri.

Höfum skipt um nöfn á hópunum hjá okkur og heita hóparnir nú Krossfiskar, Síli, Gullfiskar, Laxar, Höfrungar og Hákarlar.

Við höfum seinkað tímunum líka frá síðasta ári og hefjast nú tímarnir klukkan 16:10 en ekki fjögur svo það sé auðveldara fyrir foreldra að koma með börn sín eftir að leikskóla lýkur.

Ef það eru einhverjar spurningar hafið þá endilega samband sundsprettur@gmail.com

Krakkasundnámskeið veturinn 2014-2015

Krakkasundnámskeið hefjast 1. september í Sundlaug Kópavogs endilega sendið okkur ef það eru einhverjar spurningar varðandi námskeiðin á sundsprettur@gmail.com, námskeiðin eru fyrir 4-6 ára börn. Það mun opna fyrir skráningu núna í vikunni.

Námskeiðin í Salalaug munu síðan hefjast 2. september.

Öll sundnámskeiðin eru 6 vikur en hægt verður að skrá börnin á 12 vikur í senn eða heila önn.