Börn og fullorðnir læra að synda, er einhver munur? Sundtökin hvað er það?

Í grunnin eru það sömu hreyfingar sem börn eða fullorðnir sem eru að læra að synda þurfa að læra, en munurinn er sá að fullorðnir geta verið fljótari að læra hreyfingar því lærður hreyfiþroski er kominn lengra á veg en það er ekki nóg, í sundi þarf allur líkaminn að geta unnið sem heil heild en taugaviðbrögð eru mun mótækilegri hjá ungum börnum heldur en fullþroskuðum einstaklingum. Þegar við heyrum talað um sund er oft talað um að læra réttu sundtökin því, en að læra að synda eru það sjálf sundtökin sem eru kannski minnst mikilvæg og einföldust en það sem gerist þess á milli sem skiptir meira máli. Þetta eru hreyfingar sem ekki er hægt að kenna fullorðnum því þetta eru mikið til taugaviðbrögð sem lærast frá unga aldri. Þegar fullorðnir einstaklingar læra synda þurfa þeir að ná grunnhreyfingum vel, ef ekki er unnið rétt með grunnhreyfingar er hætt við því að framhaldið verði brenglað og það þurfi að vinna lengi að bættri sundtækni.
Þegar börn læra að synda höfum við hins vegar langan tíma til þess að kenna þeim að synda og margir foreldrar sem byrja með börn sín í ungbarnasundi, það er hinsvegar ekki nóg eitt og sér. Á fjórða aldursári geta flest börn farið að taka leiðbeiningum um kennslu en áður en 4 ára aldri er æskilegt að börn hafi aðlagast vatni á réttan hátt. Æskilegt væri að börn læri sund og taugaviðbrögð í vatni, frá unga aldri og því er mikilvægt að börn fari reglulega í sund frá fæðingu.

Arnar Felix Einarsson
Íþróttafræðingur
Sundsprettur.is

,

Skriðsundsnámskeið

Það verða haldin Skriðsundsnámskeið eins og undanfarin ár hjá Sundsprett, næsta námskeið verður haldið 12. Október í Sundlaug Kópavogs. Ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi námskeiðin hikið ekki við að hafa samband sundsprettur@gmail.com eða 8670759