Öndun er lykillinn að árangursríku skriðsundi

Öndun er lykillinn að árangursríku skriðsundi, en sund er tækniíþrótt þar sem skiptir máli að greina og vinna með tæknina áður en lengra er haldið. Ef við ímyndum okkur danskennslu að þá þurfum við að læra sporin áður en við förum að dansa dansinn. Hvað þarf að vera til staðar áður en lengra er haldið og hvernig áttar þjálfari sig á getu einstaklinga? Mikilvægt er að greina einstaklinginn og það geri ég með eftirfarandi hætti.

Greining

⎫ Líkamstjáning
⎫ Flotæfingar
⎫ Styrkæfingar
⎫ Bringusund

Vatnshræðsla:
Sumir eru vatnshræddir og þá er mikilvægt að vinna með vatnshræðslu áður en farið er að kenna sundtökin, en það er annar fasi sem ekki er hægt að kenna jafnhliða skriðsundskennslu.

Öndun
Er stór hluti að sálfræði við sundkennslu, mikilvægt er að ná að kenna öndun í öllum sundaðferðum. Ekki er hægt að halda áfram með sundkennslu fyrr en öndun er kominn. Muna að við fráöndun slökum við á, ef einstaklingur nær ekki að anda frá sér í vatninu byggist upp spenna.

⎫ Ekki hægt að anda inn ef það er spenna til staðar
⎫ Ekki hægt að framkvæma sundtök og hreyfa líkamann ef það er spenna
⎫ Sálrænt erfitt
⎫ Eyðum mikilli orku
⎫ Líkamstaðan verður í vatninu verður of lág vegna spennu

Börn og fullorðnir læra að synda, er einhver munur? Sundtökin hvað er það?

Í grunnin eru það sömu hreyfingar sem börn eða fullorðnir sem eru að læra að synda þurfa að læra, en munurinn er sá að fullorðnir geta verið fljótari að læra hreyfingar því lærður hreyfiþroski er kominn lengra á veg en það er ekki nóg, í sundi þarf allur líkaminn að geta unnið sem heil heild en taugaviðbrögð eru mun mótækilegri hjá ungum börnum heldur en fullþroskuðum einstaklingum. Þegar við heyrum talað um sund er oft talað um að læra réttu sundtökin því, en að læra að synda eru það sjálf sundtökin sem eru kannski minnst mikilvæg og einföldust en það sem gerist þess á milli sem skiptir meira máli. Þetta eru hreyfingar sem ekki er hægt að kenna fullorðnum því þetta eru mikið til taugaviðbrögð sem lærast frá unga aldri. Þegar fullorðnir einstaklingar læra synda þurfa þeir að ná grunnhreyfingum vel, ef ekki er unnið rétt með grunnhreyfingar er hætt við því að framhaldið verði brenglað og það þurfi að vinna lengi að bættri sundtækni.
Þegar börn læra að synda höfum við hins vegar langan tíma til þess að kenna þeim að synda og margir foreldrar sem byrja með börn sín í ungbarnasundi, það er hinsvegar ekki nóg eitt og sér. Á fjórða aldursári geta flest börn farið að taka leiðbeiningum um kennslu en áður en 4 ára aldri er æskilegt að börn hafi aðlagast vatni á réttan hátt. Æskilegt væri að börn læri sund og taugaviðbrögð í vatni, frá unga aldri og því er mikilvægt að börn fari reglulega í sund frá fæðingu.

Arnar Felix Einarsson
Íþróttafræðingur
Sundsprettur.is