Um sundkennslu

Um sundkennslu á Íslandi

Þó svo allir grunnskólanemendur landsins fari í skólasund eru ekki allir sem ná góðu tökum á sundinu. Arnar Felix Einarsson segir ástæðurnar fyrir þessu geta verið af ýmsum toga, og spannað allt frá vatnshræðslu yfir í motþróa á unglingsárum. Arnar rekur sundskólann Sundsprett og heldur þar námskeið fyrir bæði börn, unglinga og fullorðna.

„Námskeið eru í boði jafnt fyrir þá sem skortir undirstöðuna en líka fyrir hina sem vilja ná enn betri tökum á sundinu. Barna- og unglinganámskeið eru haldin regulega og mánaðarlega fara fram framhaldsnámskeið í skriðsundi sem m.a. njóta vinsælda hjá þeim sem stunda sjósund sem og fólki sem æfir þríþraut,“ útskýrir Arnar.

Yngstu börnin eiga líka sinn sess há Sundspretti en Arnar heldur sérstök námskeið fyrir krakka á aldursbilinu 4-6 ára. „Þar læra börnin allrafyrstu sundtökin og mæta fyrir vikið mjög vel undirbúin í skólasundið. Á þessum aldri eru börnin farin að verða móttækileg fyrir einfaldri leiðsögn og við tökum sundnámið í fjórum stigum, hálfan vetur í senn. Á fyrsta stiginu læra börnin að fljota á maganum og fara á kaf, þvínæst vinnum við með skriðsundsfætur og gerum börnin að litlum sundfótamaskínum, og byggjum svo ofan á það.“

Arnar segir að fólk ætti ekki að þurfa að skammast sín fyrr að hafa ekki lært almennilega að synda, en um leið sé ávinningurinn mikill að kunna sundtökin vel, geta þá nýtt allar góðu sundlaugarnar hringinn í kringum landið og stundað þá góðu heilsurækt sem sundið er. „Það er ekki óalgengt að sundkennslan misfarist hjá fólki og alveg hægt að fara í gegnum allan grunnskólann án þess að læra amennilega að synda. Sumir sem koma til mín eru hálf-skömmustulegir, segjast kannski hafa stolist til að skrópa í sundinu á sínum tíma, eða ekki treyst sér í tímana út af einhverjum stelpuvanda sem fylgdi unglingsárunum. Aðrir hafa alist upp erlendis þar sem sundkennsla var ekki hluti af venjulegu námi.“

Það fer eftir hverju tilfelli hvernig Arnar nálgumst sundkennsluna. „Yfirleitt þarf að byrja á grunninum og vinna vel með líkamsstöðu og hreyfingar, en ef t.d. að rót vandans er vatnshræðsla byrjum við á að venjast lauginni hægt og rólega og lærum að treysta vatninu. Ef fólk fælist vatnið kemur það fram í spennu í öllum líkamanum sem veldur því að líkaminn flýtur ekki vel.“

Kennt er í litlum hópum með helst ekki fleiri en átta nemendum í einu, en sundkennslan fer fram í einstaklingstímum þegar svo ber undir.

Meðal þess sem þarf að vinna með svo sundtæknin sé góð eru réttar hreyfingar, rétt öndun og réttur taktur. „Oft gerist það að fólk kemur á námskeið, ætlar einfaldlega að keyra sundið í gegn og buslar áfram. Þá verð ég að segja stopp enda byggir námskeiðið umfram allt á því að læra réttu tæknina. Ef tæknin er rétt þá vinnur fólk með vatninu og útkoman verður að hægt er að synda betur og lengur, og nánast vera endalaust ofan í lauginni.“

Skriðsundsnámskeið Sundspretts njóta töluverða vinsælda og segir Arnar það meðal annars tengjast aukinni ástundun sjósunds. „Þegar synt er í sjónum dugar gamla góða bringusundið ekki vel enda fær fólk þá hverja einustu öldu í fangið. Í sjónum er skriðsundið eiginlega það eina sem dugar. Þá setur sundmaðurinn ölduna undir sig og andar til hliðar og aftur.“

Öndun er lykillinn að árangursríku skriðsundi

Öndun er lykillinn að árangursríku skriðsundi, en sund er tækniíþrótt þar sem skiptir máli að greina og vinna með tæknina áður en lengra er haldið. Ef við ímyndum okkur danskennslu að þá þurfum við að læra sporin áður en við förum að dansa dansinn. Hvað þarf að vera til staðar áður en lengra er haldið og hvernig áttar þjálfari sig á getu einstaklinga? Mikilvægt er að greina einstaklinginn og það geri ég með eftirfarandi hætti.

Greining

⎫ Líkamstjáning
⎫ Flotæfingar
⎫ Styrkæfingar
⎫ Bringusund

Vatnshræðsla:
Sumir eru vatnshræddir og þá er mikilvægt að vinna með vatnshræðslu áður en farið er að kenna sundtökin, en það er annar fasi sem ekki er hægt að kenna jafnhliða skriðsundskennslu.

Öndun
Er stór hluti að sálfræði við sundkennslu, mikilvægt er að ná að kenna öndun í öllum sundaðferðum. Ekki er hægt að halda áfram með sundkennslu fyrr en öndun er kominn. Muna að við fráöndun slökum við á, ef einstaklingur nær ekki að anda frá sér í vatninu byggist upp spenna.

⎫ Ekki hægt að anda inn ef það er spenna til staðar
⎫ Ekki hægt að framkvæma sundtök og hreyfa líkamann ef það er spenna
⎫ Sálrænt erfitt
⎫ Eyðum mikilli orku
⎫ Líkamstaðan verður í vatninu verður of lág vegna spennu

Börn og fullorðnir læra að synda, er einhver munur? Sundtökin hvað er það?

Í grunnin eru það sömu hreyfingar sem börn eða fullorðnir sem eru að læra að synda þurfa að læra, en munurinn er sá að fullorðnir geta verið fljótari að læra hreyfingar því lærður hreyfiþroski er kominn lengra á veg en það er ekki nóg, í sundi þarf allur líkaminn að geta unnið sem heil heild en taugaviðbrögð eru mun mótækilegri hjá ungum börnum heldur en fullþroskuðum einstaklingum. Þegar við heyrum talað um sund er oft talað um að læra réttu sundtökin því, en að læra að synda eru það sjálf sundtökin sem eru kannski minnst mikilvæg og einföldust en það sem gerist þess á milli sem skiptir meira máli. Þetta eru hreyfingar sem ekki er hægt að kenna fullorðnum því þetta eru mikið til taugaviðbrögð sem lærast frá unga aldri. Þegar fullorðnir einstaklingar læra synda þurfa þeir að ná grunnhreyfingum vel, ef ekki er unnið rétt með grunnhreyfingar er hætt við því að framhaldið verði brenglað og það þurfi að vinna lengi að bættri sundtækni.
Þegar börn læra að synda höfum við hins vegar langan tíma til þess að kenna þeim að synda og margir foreldrar sem byrja með börn sín í ungbarnasundi, það er hinsvegar ekki nóg eitt og sér. Á fjórða aldursári geta flest börn farið að taka leiðbeiningum um kennslu en áður en 4 ára aldri er æskilegt að börn hafi aðlagast vatni á réttan hátt. Æskilegt væri að börn læri sund og taugaviðbrögð í vatni, frá unga aldri og því er mikilvægt að börn fari reglulega í sund frá fæðingu.

Arnar Felix Einarsson
Íþróttafræðingur
Sundsprettur.is

,

Skriðsundsnámskeið

Það verða haldin Skriðsundsnámskeið eins og undanfarin ár hjá Sundsprett, næsta námskeið verður haldið 12. Október í Sundlaug Kópavogs. Ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi námskeiðin hikið ekki við að hafa samband sundsprettur@gmail.com eða 8670759

Krakkasundnámskeið 2015 í Kópavogi

Á nýju ári hefjast ný sundnámskeið bæði í Sundlaug Kópavogs og Salalaug. Námskeiðin byrja 5. janúar í Sundlaug Kópavogs og 6. janúar í Salalaug. Skipt verður í hópa eftir getur því er mjög mikilvægt fyrir foreldra að lesa um hópanna og skrá barnið á námskeið við hæfi. Reyna að velja sundnámskeið við hæfi, þannig börnin geri réttar æfingar miðað við getu.

Því miður er verið að opna nýtt skráningarkerfi og því mun skráning ekki hefjast fyrr en 2. janúar.

Kennarar á sundnámskeiðunum eru: Arnar Felix Einarsson, Helena Traustadóttir og og Heiður Haraldsdóttir

Sundkennarar óskast/atvinna

Við óskum eftir sundkennurum við kennslu yngri barna í Sundlaug Kópavogs og Salalaug í vetur 2014-2015. Tímarnir eru á mánudögum og miðvikudögum, síðan þriðjudögum og fimmtudögum. Þeir sem hafa áhuga á því að taka sér að kenna geta verið í samband við okkur, Arnar Felix. Sendið okkur endilega línu á sundsprettur@gmail.com

S. 8670759

Sundnámskeið fyrir börn hefst 1. september

Eftir sumarfrí erum við nú að byrja aftur með sundnámskeið bæði Sundlaug Kópavogs og Salalaug tímarnir eru á mánudögum og miðvikudögum í Sundlaug Kópavogs en Salalaug á Þriðjudögum og Fimmtudögum. Námskeiðin eru með svipuðu sniði og undanfarinn ár en við höfum skipt börnunum niður í fleiri hópa eftir getur og getum við því farið að taka inn yngri börn á námskeiðin hjá okkur. Börn á 4 ári geta byrjað á námskeiði hjá okkur með því skilyrði að þau hafi verið dugleg að fara í sund frá unga aldri.

Höfum skipt um nöfn á hópunum hjá okkur og heita hóparnir nú Krossfiskar, Síli, Gullfiskar, Laxar, Höfrungar og Hákarlar.

Við höfum seinkað tímunum líka frá síðasta ári og hefjast nú tímarnir klukkan 16:10 en ekki fjögur svo það sé auðveldara fyrir foreldra að koma með börn sín eftir að leikskóla lýkur.

Ef það eru einhverjar spurningar hafið þá endilega samband sundsprettur@gmail.com

Krakkasundnámskeið veturinn 2014-2015

Krakkasundnámskeið hefjast 1. september í Sundlaug Kópavogs endilega sendið okkur ef það eru einhverjar spurningar varðandi námskeiðin á sundsprettur@gmail.com, námskeiðin eru fyrir 4-6 ára börn. Það mun opna fyrir skráningu núna í vikunni.

Námskeiðin í Salalaug munu síðan hefjast 2. september.

Öll sundnámskeiðin eru 6 vikur en hægt verður að skrá börnin á 12 vikur í senn eða heila önn.

Skriðsundsnámskeið

Það eru enþá örfá sæti laus á skriðsundsnámskeið sem byrjar 28 janúar, námskeiðið er 4 vikur.

Mikilvægustu þættir skriðsunds verða kennd á námskeiðinu líkamstaða, velta, öndun, handartök, fótartök, drill æfingar með ýmsum sundtækjum blöðkum og fleira.

Markviss þjálfun sem miðar að því að læra skriðsund á einstaklega auðveldan hátt.

Kennari: Arnar Felix Einarsson

Skráning: sundsprettur@gmail.com

Sími: 8670759

 

Krakksundnámskeið hefjast í dag 6 janúar 2014

Krakkanámskeiðin eru að hefjast í dag í Sundlaug Kópavogs, þetta er sundnámskeið fyrir 4 ára börn eða börn frá 4 – 8 ára aldur. Námskeiðin skiptast eftir getur á skrást börn á stig 1-4, skráning stendur nú yfir. Á morgun byrjar síðan sundnámskeið í Salalaug og byrjar kennslan klukkan 16:00 þ.e.s. fyrsti tími næsti 16:50, 17:40, 18:30

Skráning fer fram hér https://breidablik.felog.is/ hægt er að fá nánari upplýsingar í 8670759 eða sundsprettur@gmail.com