Sundnámskeiðin í hjá eru skipt eftir getur þannig hver og einn byrjar að læra að synda miðað við sundgetu. Best er að byrja að kenna krökkunum við 4 ára aldur en þetta getur verið misjafnt eftir einstaklingum. Við höfum skipt okkar námskeiðum í hópa eftir getu hvers og eins. Við áskiljum okkur rétt til þess að færa börnin upp eða niður eftir sundgetu, gott er foreldra að lesa yfir áherslur námskeiðanna því ekki er gott að setja börn í sundhóp sem hentar ekki þeirra sundgetu.

Sundhópum eru skipt niður í mismunandi sundstig eftir sundgetu barns

Salalaug Krossfiskar Síli Gullfiskar Laxar Höfrungar Hákarlar
Hámark í hóp 7 7 8 8 9 10
Tímar
16:10 -16:50 x x x
17:00 – 17:40 x x x
17:50 – 18:30 x x x
18:40 – 19:20 x x
Kópavogslaug Krossfiskar Síli Gullfiskar Laxar Höfrungar Hákarlar
Hámark í hóp 7 7 8 8 9 10
Tímar
16:10 -16:50 x x
17:00 – 17:40 x x
17:50 – 18:30 x
18:40 – 19:20 x

 

 

Krossfiskar

Markmið

Geta farið ofan í sundlaugina örugglega, geta hreyft sig örugglega á bakkanum, fætur á bakka, farið í kaf, blásið loftbólur, flotið á kvið og baki.

Æfingar og kennsla

 • Öruggar hreyfingar í kringum laugarsvæðið
 • Fljóta á núðlum og geta sett andlitið í kaf
 • Farið úr og í laug örugglega (klifrað upp úr laug og stungið sér af bakka sitjandi)
 • Kafa og blása loftbólur
 • Örugg köfun
 • Flotið á baki

*Að hámarki 7 börn í hóp

 

Síli

Markmið

Læra að kafa örugglega í vatninu og fljóta bakinu eins og krossfiskur, líkamsstaða fljótandi á maga og á baki. Læra að skilja og gera einföld skriðsundsfótatök.

Æfingar og kennsla

 • Geta flotið og kafað
 • Fljóta eins og krossfiskar
 • Stinga sér af bakka – sitjandi
 • Fljóta á kvið og baki
 • Skriðfætur á bakka og með núðlur
 • Spyrna með straumlínu

*Að hámarki 7 börn í hóp

 

Gullfiskar

Markmið

Læra straumlínu með spyrnu frá bakka, fljóta með spyrnu á kvið og baki, góð fótatök á kvið og baki, læra að velta frá kvið yfir á maga, skriðsundshandahreyfingar

Æfingar og kennsla

 • Fljóta með spyrnu frá baka á kvið og baki
 • Skriðsundsfætur í réttri líkamsstöðu
 • Skriðsundfætur á hlið
 • Skriðfætur á baki án hjálpartækja

*Að hámarki 8 börn í hóp

 

Laxar

Markmið

Læra að gera skriðsundsfótatök á hliðinni og anda. Synda fimm metra með kork og synda fimm metra skriðsund. Fimm metra baksundfætur og læra að stinga sér á hnjánum frá bakkanum.

Æfingar og kennsla

 • Skriðsundfætur á hliðinni
 • Skriðsundfætur á hlið með öndun
 • Skriðsund með öndun til hliðar
 • 5m skriðsund
 • 5m baksund
 • Stinga sér frá bakka á hnjánum

*Að hámarki 8 börn í hóp

 

Höfrungar

Markmið

Læra að anda þegar synda æfa að synda lengra í hvert skipti. Læra að synda 12 metra skriðsund og baksund. Læra einföld bringsunds og flugsund fætur og hendur.

Æfingar og kennsla

 • Synda skiptisund 6 skriðsundsfótatök á hvorri hlið
 • Læra að synda fætur á annari hlið með höndum og öndun
 • Skriðfætur á baki með straumlínu
 • Baksund
 • Synda 12m skriðsund og baksund án hvíldar
 • Stinga sér með því að beygja sig niður
 • Flugsundsfætur
 • Einfaldar bringusundsfætur

*Að hámarki 9 börn í hóp

 

Hákarlar

Markmið

Að góðum tökum á öndun í skriðsundi og baksundi æfa samhæfingu á bringusundi ásamt því að æfa flugsundstök hendur og fætur. Á stigi 4 er bætt við vegalengd markmiðið er að synda 2 ferðir eða 2 x 12m.

Æfingar og kennsla

 • Samhæfing bringsund hendur fætur í réttri röð
 • Einfalt flugsund
 • Geta synt skriðsundsfætur 2x 12m bæði á kvið og baki
 • Geta synt 2x12m skriðsund með öndun
 • Synda 12m skriðsundfætur með veltu

*Að hámarki 10 börn í hóp

 

Hægt er að velja um 6 eða 12 vikur

 

Staður og stund:

Kópavogslaug mánudaga og miðvikudaga

kl: 16:10-16:50 Krossfiskar – Síli

kl: 17:00-17:40 Gullfiskar – Laxar

kl: 17:50-18:30 Höfrungar

kl: 18:40-19:20 Hákarlar

 

Salalaug þriðjudaga og fimmtudaga

kl: 16:10-16:50 Krossfiskar – Síli – Gullfiskar

kl: 17:00-17:40 Síli – Gullfiskar – Laxar

kl: 17:50-18:30 Gullfiskar – Laxar – Höfrungar

kl: 18:40-19:20 Gullfiskar – Höfrungar

ATH. Mögulega geta orðið örlitlar breytingar á námskeiðshópunum, eftir því hvernig skráist á stigin. Hver tími 40 mínútur. Námskeiðin eru í samstarfi við Sunddeild Breiðabliks.

 

Skráning:

Ganga þarf frá greiðslu í síðasta lagi föstudegi fyrir upphaf námskeiðs. Ef forráðamenn eru óvissir um í hvaða hóp ber að skrá barnið sendið þá tölvupóst á sundsprettur@gmail.com