Upplýsingar um framkvæmd Krakkasundnámskeiða

Allir foreldrar eru velkomnir að horfa á kennsluna á hverri sundæfingu. Ekki er ætlast til að börnin fari á salernið þegar að kennsla stendur yfir í 40 mín. Setjið börnin á salernið áður en þau koma í laugina. Kennarar senda börnin ekki ein inn í klefa á meðan kennsla er í gangi. Við sækjum hópinn í andyri laugarinnar og forráðamenn fylgja börnum sínum í gegnum klefann og taka á móti þeim þegar að tíminn klárast við sundlaugarbakkann. Kennarar senda börnin aldrei ein inn í klefa eftir að tíminn klárast, ekki nema um annað hafi verið samið um við okkur. Þegar foreldrar fylgja börnum sínum í gegnum klefann, þarf að kenna þeim að slökkva og kveikja á sturtunni, nota sápu, hvernig á að þurka sér á handklæði og ekki gleymist að takameð sundföt og sundgleraugu inn að sturtu og heim. Börnin þurfa að læra/geta ratað sjálf úr sturtunum að innisundlauginni. (þetta á aðalega við um yngstu börnin). Minni á að öll börn sem eru skráð í sundskólann eiga að vera með sundgleraugu og ef barnið er með sítt hár er æskilegt að vera með teygju eða sundhettu. Stúlkur eiga að vera í sundbol og strákar í sundskýlu (ekki stuttbuxum, þær verða þungar í vatninu og á þá barnið mun erfiðara með að gera æfingar og hreyfingar í vatninu.) Mikilvægt er fyrir foreldra sem hafa ekki komið með börn sín áður að vita er að börn geta verð hrædd þegar þau mæta í fyrsta skiptið og er alvegeðlegt að foreldrar þurfi að mæta með börn sín í nokkur skipti að horfa á tímanna þannig þau upplifi sig í öruggu umhverfi.Kennarinn kemur og sækir hópinn fram í andyri laugar og hleypir barni og forráðamanni inn í klefa 10 mín. áður en tíminn hefst. Ef foreldri/forráðamenn ætla í sund á meðan barnið er ítíma þarf foreldri/forráðamenn að greiða almennt gjald laugarinnar

Skráning og greiðsla á námskeiðin fer fram í gegnum kerfið, Nóra https://breidablik.felog.is/.

Ef forráðamenn eru óvissir í hvaða hóp ber að skrá barnið sendið þá tölvupóst

á sundsprettur@gmail.com.

Krakkasundnámskeið 6 vikur 2x í viku vetur 2014-2015: 11.900 kr

Krakkasundnámskeið 12 vikur 2x í viku haustönn 2014: 23.800 kr

Krakkasundnámskeið 18 vikur 2x í viku vorönn 2015: 29.900 kr

Greiðsluskilmálar og almennir skilmálar
Við skráningu á sundnámskeið á vegum Sundspretts og Breiðabliks er notast við skráningarkerfið Nora, þar borgar fólk við skráningu á sundnámskeið.

Skilmálar um þátttökurétt
Miðað er við ákveðin þáttökufjölda á hverju námskeiði því er ekki hægt endurgreitt námskeiðið eftir að námskeiðið er byrjað, börn sem hafa skráð sig á námskeið eru að taka frá pláss á námskeiðinu sem aðrir gætu fengið, því þarf úrskráning að berast áður en námskeiðið hefst. Þeir sem ekki borga með greiðslukorti á Nora skráningarkerfinu verður gerð krafa í heimabanka.

Endurgreiðsla
Eingöngu er hægt að fá námskeið endurgreitt námskeið ef ósk um að hætta við skráningu kemur áður en námskeiðið byrjar. Hægt er að láta skráningu ganga upp í annað námskeið en ekki er hægt að fá námskeiðið endurgreitt eftir að Krakkasundnámskeið er hafið.

ATH Kópavogsbær greiðir niður tómstundastarf, hér má finna upplýsingar;

http://www.kopavogur.is/thjonusta/tomstundir/tomstundastyrkir/

Systkina afsláttur 10%

Nánari upplýsingar má finna á https://sundsprettur.is/

Kær kveðja,

Arnar Felix, gsm 867 0759

Arna Björg, gsm 897 4292