Synda í opnu vatni

Fimm leiðir til þess að gera sjósund auðveldara

Hvar sem þú ert í heiminum gætirðu verið í þeim aðstæðum að sundlaugin þín er lokuð en þú hefur aðgang að vatni eða sjó. Ef þú ert nýbyrjaður að synda á opnu vatni muntu finna að það er allt annað umhverfi með mismunandi áskorunum en að synda í sundlauginni.

Með það í huga eru hér fimm hagnýtir hlutir sem þú getur reynt að auðvelda þessi umskipti frá sundlauginni í sund í náttúrunni. Prófaðu þá næst þegar þú syndir!

1. Rétta úr höndum

Ef þú horfir á góða sundmenn aða þríþrautarmenn að synda í sjó eða vatni, sérðu að næstum allir rétta vel úr höndum. Í blautbúningi tekur þetta álagið af öxlvöðvunum og þegar þú syndir í ölduvatni, það getur verið allt öðruvísi að synda sjó heldur en í sundlaug. Að opna hann aðeins við olnboga getur skipt öllu máli.

2. Hærri takatíðni

Sund með hraðari takti er sérstaklega gagnlegt í að synda ölduna þar sem það hjálpar þér að kljúfa í gegnum ölduna og kljúfa vatnið á skilvirkari hátt. Þetta þarf ekki að vera erfiðari vinna – það er svolítið eins og að snúa minni gír á hjólinu – hvert sundtak er minna átak en þú tekur fleiri tök.

Hugleiddu að komast aðeins hraðar til þess að komast hærra í vatninu. Þetta er nokkuð lúmskt það er auðvelt að fara of hátt og byrja að berjast við vatnið svo við mælum með því að nota Tempo Trainer til þess að finna ákjósanlegan takafjölda.

Bestu sundmennirnir á opnu vatni eru þeir sem geta ráðið við að stjórna takafjölda þegar þeir keppa, lengir tökin við lygnar aðstæður og styttir tökin þegar öldurnar eru stærri og það hentar betur.

3. Andaðu báðu megin

Já! Að anda til beggja hliða getur skipt miklu máli i því að halda jafnara sundi, vinna jafnt með báðum höndum og ná að halda stefnunni sem réttasti þegar synt er.

Þú getur unnið að sundþoli og sundtækni þinnig takafjölda í sundlauginni en það getur verið erfiðara að framkvæma þetta rétt þegar út sjóin er komið.  Jafnvel þó að þú sért nokkrar sekúndur á 100 metra hægari með því að anda bara öðru megin kemur þetta til baka því að þú syndir beinna og styttir þannig synta vegalengd.

4. Einbeittu þér að útöndun þinni

Flest okkar upplifa einhvern kvíða þegar við syndum á opnu vatni, það er bara eðlilegt. Það gerir augljóslega sund í sjó minna skemmtilegt í sjálfu sér en kvíði fær okkur líka til að halda ósjálfrátt andanum undir vatni.

Að halda niðri í sér andanum veldur því að CO2 safnast upp í kerfinu þínu, það finnst þér óþægilegt og getur auðveldlega valdið því að þú missir taugarnar og stífnar upp. Fyrstu 5 til 10 mínúturnar í sundinu einbeitir þér einfaldlega að því að blása vel niður neðansjávar á milli andardrátta. CO2 stig lækka og þú munt brátt hafa aftur stjórn á hlutunum: andardráttur-kúla-kúla-andardráttur!

Rétt eins og besta jóga-öndunartæknin þín mun stýrð útöndun róa sympatíska taugakerfið og koma ná að synda afslappað sund.

5. Að sjá framfyrir sig þegar synt er í opnu vatni

Að sjá vel út er mikilvægt – lykilatriðið er að geta horft þægilega fram án óþarfa áreynslu og án þess að trufla flæði sundtakana. Besta leiðin til að þróa þessa tækni er í sundlauginni, sjá reglulega fram á við þegar þú syndir. Reyndu að sjá einu sinni á lengd í handahófskenndri fjarlægð niður sundlaugina og velja hlut eins og klukku til að lesa tímann á meðan synt er.

Lykillinn að góðri sjóntækni er að lyfta ekki höfðinu of hátt yfir yfirborðið, lyfta bara augunum yfir yfirborðið …

… og síðan snúið strax til að anda til hliðar.