Spurt og Svarað

Þarf ég að vera synd/ur? Til þess að mæta á skriðsundsnámskeið er gerð krafa um að einstaklingur geti bjargað sér í vatni.

Þarf ég að mæta með einhver hjálpartæki? Það er ekki nauðsynlegt Sundsprettur skaffar blöðkur, millfótakúta og anað sem við notum en ef einstaklingur ætlar að halda áfram að æfa er gott að eignast blöðkur og millifótakút sem eru mjög góð hjálpartæki.

Hvernig ætti barn að vera áður en það mætir í sinn fyrsta sundtíma?

Það er enginn sérstakur aldur sem hægt er að miða við því börn eru öll ólík, við mælum hins vegar með að þau hafi náð 4 ára aldri. Við mælum með að foreldrar séu dugleg að fara með börnin í sund frá því þau fæðast. Því meira sem barnið stundar sund frá fæðingu eru minni líkur á vatnshræðslu og barnið að öllu leyti tilbúnara að mæta í fyrsta sundtíma.

Hvað eru börn lengi að læra að synda?

Börn eru mismunandi lengi að læra að synda allt en sundkennsla ætti ekki að hefjast fyrr en að vatnsaðlögun lýkur. Vatnsaðlögun byrjar í fyrstu sundferðinni og lýkur þegar barnið hefur aðlagast vatninu og öllu umhverfi sundlaugarinnar. Sundsprettur ætlast til þess að öll þau börn sem að hafa ekki fullu aðlagast mæti á stig 1 og taki þar aðlögun í vatni. Sundkennsla byrjar á 2 stigi þar sem kennd eru rétt líkamsstaða og fyrstu sundtökin. Það er langtímamarkmið að læra að synda og mikivægt að það gerist í réttum skrefum. Því barn lærir ekki rétta tækni ef það missir út fyrstu skrefin, þá er hætta á þvi að byrji að læra synda á vitlausum stað sem er ekki gott. Flest börn ættu að geta verið búinn að læra að synda eftir 2ja ára kennslu. Til að viðhalda getu og ná markvissum framförum er mikilvægt að barnið haldi áfram sundi en hætti ekki einhverjum tímapunkti, mundið að sund er gríðarleg tækniíþrótt sem hægt er að bæta endalaust.